Myndir í vinnslu

 
 

Leikin sjónvarpskvikmynd 8x60 mínútur. Komið er handrit 2. uppkast. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Guðjón Sveinsson.


Þetta er saga eins af hundruðum fósturbarna á Íslandi. Þegar pabbi ferst á sjónum er Daníel (9)  sendur til frændfólks í næsta firði. Hann reynir að vera sterkur en þráir mömmu og fjölskylduna alla tíð.


Hann hefur fæðst með sjóinn í blóðinu eins og pabbi og dreymir um að verða skipstjóri. Eldri bróðir hans Beggi er honum fyrirmynd. Hann er kominn á stóran bát. Í heimavistarskólanum fær Daníel þær hörmulegu fréttir, að Beggi hafi farist með bátnum í illviðri. Nú hefur hafið tekið tvo í fjölskyldunni  og Mamma vill að Daníel heiti sér því, að fara aldrei á sjóinn. Fótunum er kippt undan Daníel og í lokin á hann hvergi heima, hvorki á nýja staðnum, þar sem hann ólst upp, né heima hjá mömmu.


Sagan gerist fyrir austan og er saga atvinnulífs og menningar um leið og hún er saga einstaklinga.

Sagan af Daníel