Ómur af söng

 
 

Guðný Þórðardóttir er ótrúlega sjarmerandi, og kaflarnir með hinum persónunum eins og til dæmis Leifi, Sigurði, Klöru og Þorsteini bæta inn litbrigðum við söguna.
Guðný (93) reynir að lifa skapandi lífi á sjúkradeild. Í lokin er hún að gera upp líf sitt og lokapunkturinn varpar skemmtilegu ljósi á bóluna á Íslandi 2007 - sagan um stólana.

Myndin er óður til hins einfalda og fagra lífs.

Höfundur: Þorsteinn Jónsson

Lengd: 58 mín

Framleiðandi: Kvikmynd

Frumsýning: 2005

Aðalpersónan í myndinni er Guðný Þórðardóttir, heillandi níutíu og þriggja ára gömul kona á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hún segir rottusögur frá heimaslóðum á Norðfirði og málar og syngur í kórnum og áformar að setja á svið leikþátt og leika aðalhlutverkið.
Við kynnumst Sigurði Ólafssyni, sem segist vera kominn í Paradís, og Klöru Tryggvason, sem fær sínar heimsóknir í pökkum og símtölum því börnin hennar búa öll erlendis. Við lítum inn til Leifs Eiríkssonar, sem breytir athöfninni að búa um rúmið sitt í leikfimisæfingar.
Guðný hefur ekki lært nema Faðirvorið og Biblíusögurnar, en hún hefur næma frásagnargáfu og býr yfir visku kynslóðanna. “Af hverju má ekki tala um dauðann, segir hún. Barnabörnin spyrja mig, Amma, ertu viss um að þú verðir hjá Guði?" "Já, ég er alveg viss um það."
Myndin er óður tili lífsins og hvatning til ungra og aldinna að halda áfram að lifa og skapa hvernig sem stendur á með heilsuna.