Liljur vallarins

 
 

Efnið

Sr Gunnar Kristjánsson kemur í Kjósina, sem er 200 manna samfélag í skjóli við Esjuna. Gunnar er með róttækar hugmyndir frá Evrópu um frið og náttúruvernd. Í hans huga eru þær nátengdar kenningum Jesú frá Nasaret og boðskap Biblíunnar. Í sókninni eru ekki allir á einu máli um það.

Eflir trúin virðingu manna fyrir sköpunarverkinu og góðu mannlegu samfélagi?  í fagurri sveit vakna spurningar, sem vert er að gefa gaum.

Séra Gunnar berst fyrir málstað mannúðar, friðar og náttúru með þeirri dyggð sem honum finnst duga best, hófsemdinni.

Persónur

Persónur í myndinni eru bændur, Guðbrandur og Annabella í Hækingsdal, Snorri í Sogni, Hreiðar og Ásta á Grímstöðum, Kristján og Dóra á Neðra Hálsi, Bjarni á Þorláksstöðum, Pétur og Marta í Káranesi og Guðný í Flekkudal,  og presturinn, séra Gunnar Kristjánsson. Einnig koma við sögu Árni Bergmann rithöfundur og félagar Gunnars í leshring Sr. Kristinn Friðfinnsson, Sr. Gunnþór Ingason, Pétur Gunnarsson rithöfundur, Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður og Ögmundur Jónasson alþingismaður.


Höfundur:  Þorsteinn Jónsson.

Lengd: 53 mínútur.

Framleiðandi: Kvikmynd.

 

Stórar spurningar

Liljur vallarins fjallar um hvernig menn eiga að haga lífi sínu. Er hægt að planta náttúruvernd eða sá friði úr stólnum, þegar kirkjusóknin er ekki meiri en raun ber vitni? Getur presturinn hjálpað sóknarbörnunum að verða betri manneskjur? Þessi fallega heimildamynd er hugleiðing um áleitnar spurningar settar fram í okkar næsta umhverfi. Hvernig tengist guðdómurinn og náttúruvernd? Er ein höfuðdyggðin - hófsemdin - lykillinn að betra mannlífi?


Úr gagnrýni:

Verðug hugvekja um samtímann og náttúruna. (Menningarpressan)

„Heimildamyndin “Liljur vallarins” er tæp klukkustund en þrautþjálfuðum manni eins og Þorsteini tekst að kreista úr tímanum margbrotna spegla sem færa áhorfandanum nýtt og nýtt sjónarhorn og ákaflega spennandi nálægð. Þarna er ekki mærð, ekki tilgerð, ekki undansláttur, hálfvelgja eða hugsunarlaus jánkun. “Liljur vallarins” er skemmtileg og næringarrík, og líklega klassísk."  Rás 2 

„Sérlaga vel heppnuð."  **** (af 4) Rás 2