Lífsmark

 

 LÍFSMARK (1974)
16mm, s/h – 29:00 mín

Fjögur ungmenni hafa kosið að setjast að í kommúnu uppi í sveit frekar en að lifa borgaralegur lífi í Reykjavík. Þau vilja hverfa til náttúrulegri lífshátta með sjálfsnægtarbúskap og leðuriðju. Þau eru að leita að innri frið og ást en ekki firringu borgarlífsins. Þau hafna kjarnafjölskyldunni og lífsháttum foreldranna.  Hippamenningin blómstrar og flestum þykir jafnsaklaust að reykja hass og nota áfengi. Myndin vakti miklar deilur, þegar hún var sýnd í Sjónvarpinu. Á eftir sýningu var umræðuþáttur um efni hennar.  

Höfundar: Þorsteinn Jónsson, Ólafur Haukur Símonarson
Kvikmyndataka: Þorsteinn Jónsson
Hljóðupptaka: Ólafur Haukur Símonarson
Klipping: Þorsteinn Jónsson