Kvikur sjór

 

Áður fyrr sóttu duglegir skipstjórar hart og komu með drekkhlaðin skip í höfn. Nú fiskar sá sem hefur kvóta.


Konný á Brimsvölunni sér eftir dagakerfinu. „Dagakerfið gerði þorpunum úti á landi gott. Bátarnir hreinlega fylgdu fiskinum. Það var svo gaman að sjá hvað lifnaði yfir þessum stöðum, og verslunin blómstraði, því að þeir þurftu kost. Ég var svo hissa, þegar þeir slógu þetta dagbátakerfi af.“ Steingrímur á frystitogaranum Vigra er að hætta á sjónum eftir 40 ár. „Eins og er í dag er best að finna engan fisk. Ef maður finnur fisk verður maður að koma sér burt frá því... í þessu kvótakerfi,“ segir hann. Rafn á netabátnum Katrínu er sáttur við kvótakerfið. Kvótinn sé tæki til að koma í veg fyrir ofveiði og geri sjómönnum líka kleift að skipuleggja veiðar sínar. En kvótakerfið dugi ekki eitt sér. „[Gömlu karlarnir sögðu] við verðum að passa ungviðið,“ segir Rafn. Hann hefur áhyggjur af því að við séum að fara út í sömu vitleysuna og þjóðir sem hafa veitt fiskinn upp, fyrst fullorðna fiskinn og svo ungviðið. Steingrímur hefur tekið eftir breytingum. Ef hann færi á sjó með sömu veiðarfærum og þegar hann byrjaði, þá hvað? „Ég kæmi bara með tómt skipið. Held ég.“ En það er hægt að byggja upp stofninn. „Leyfa fiskinum að vaxa í sjónum. Það er engin ávöxtun til í heiminum sem skilar okkur eins miklum arði,“ segir Rafn.   meira

Rafn Guðlaugsson

Steingrímur Þorvaldsson

Konný Breiðfjörð Leifsdóttir

Einar Grétar Einarsson

Kristófer Jónsson

Brynjar Kristmundsson

Gunnar Ingvi Bjarnason

Ingimar Sumarliðason

Oddur Ólafsson

Sigurgeir R Sigurðsson

Guðlaugur og Snorri Rafnsynir

Friðrik Magnússon

Sigurbjörn R Kristjánsson

Björn Ævarr Steinarsson

Aðalbjörg Jónsdóttir

Vilhjálmur Birgisson

Skipshöfn Vigra RE-71, Skipshöfn Steinunni SH-167, Skipshöfn Sæfara BA-110.


Handrit, framleiðsla, stjórn,

kvikmyndataka, hljóðvinna, klipping -

Þorsteinn Jónsson


Myndin er styrkt af

Kvikmyndamiðstöð

Sjómannadagsráði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar

Menningarsjóði útvarpsstöðva


lengd - 45 mínútur

framleiðandi - KvikmyndKonný

Rafn

Steingrímur

Stiklahttps://vimeo.com/58533591