Hanna frá Gjögri

 
 

Höfundur: Þorsteinn Jónsson

Lengd: 26 mín

Framleiðandi: Kvikmynd

Frumsýning: 1999

 

Hann ætlaði ekki að lenda í sama baslinu og foreldrar hans og fluttist á unglingsárunum til Reykjavíkur. 

En eitthvað varð eftir  á Gjögri,  eitthvað  óáþreifanlegt  og ósýnilegt sem þó lifir og andar. Núna leitar hugurinn norður hvert vor og hann er ekki í rónni fyrr en hann er  kominn á staðinn, sem hann flúði ungur, þar sem jörðin er sú sama og sjórinn er sá sami og þar sem trilla föður hans bíður í sjóhúsinu eftir að komast á flot. Hún heitir Hanna og þó hún  sé  hundrað  ára  er hún vel ern, gott sjóskip og hefur alla tíð verið mikið happafley.   Öldugjálfrið og fuglakliðurinn eru sem tónlist í eyrum hans og Hönnu þekkir hann eins vel og hægt er að þekkja eina trillu. En hún þarfnast endurbóta og faðir hans hefur vitjað  hans  í draumi og sagt honum að það þurfi að fara að gera trillunni til góða.

Maðurinn er Hilmar F. Thorarensen og við sögu koma heimamenn og brottfluttir Strandamenn,  Ólafur og  Jakob  Thorarensen,  Garðar  Jónsson og Guðmundur og Jón Jens á Munaðarnesi.

Myndin  er tekin á Ströndum í ágúst 1999.