Daglegt brauð

 

DAGLEGT BRAUÐ (1975)
16mm – 30 mín

Markmiðið var að draga upp mynd af lífi iðnverkakonu, en sá hópur hafði á þessum tíma lægstu launin og margar konurnar bjuggu við erfiðar félagslegar aðstæður. Formaður vinnuveitenda Davíð Scheving Thorsteinsson og formaður Iðju Guðmundur Þ. Jónsson gefa sitt álit á efninu líkt og þeir væru að horfa á myndina.

Höfundar: Þorsteinn Jónsson, Ólafur Haukur Símonarson
Kvikmyndataka: Þorsteinn Jónsson
Viðbótarkvikm.t.: Haraldur Friðriksson
Klipping: Þorsteinn Jónsson