Annað líf Ástþórs

 
 

Höfundur: Þorsteinn Jónsson

Lengd: 66 mín

Framleiðandi: Kvikmynd

Frumsýning: 2007

 

Annað líf Ástþórs **** (Sæbjörn Valdimarsson, Mbl)

Annað líf Ástþórs *** (Ólafur H Torfason, Rás 2)

 

Ástþór ætlaði sér alltaf að verða bóndi. En hvernig ætlar hann að láta þá drauma rætast eftir að hann er kominn í hjólastól?

Að vera bóndi í hjólastól virðist ekki ganga upp. Ef hann notaði skynsemina, flyttist hann í blokk og tæki upp líf borgarbúans, starf fyrir framan tölvuskjá eða færiband, frístundir við sjónvarpið og vöruúrval í markaði á horninu.

En hann ætlar ekki að sleppa tengslunum við dýrin og náttúruna, þó fæturnir þvælist bara fyrir eins og komið er. Hann ætlar að gera það sem nauðsynlegt er til að geta búið á sinni jörð og rækja þau störf sem þar er að sinna.

Val Ástþórs þýðir óyfirstíganlegar hindranir. Við fylgjumst með hvernig gengur. Hann lofar ekki að sér takist það, en hann ætlar ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana.